Spánn
, Benidorm frá Akureyri

H10 Porto Poniente

Frá199.900 ISK
Yfirlit

H10 Porto Poniente er glæsilegt  nýlegt 4 stjörnu superior hótel staðsett við göngugötuna á  Poniente ströndinni. Hótelið er smart og fallega innréttuð. Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar. Á 5 hæð er sundlaug og lítil barnalaug, sólbaðsaðstaða og Marena Alta Rooftop barinn. Á 8 hæð er svo önnur sundlaug og sólbekkir, en þetta svæði er aðeins fyrir 18 ára og eldri.  

Staðsetning

Hótellýsing

Veitingastaður hótelsins Tortuga býður upp á fjölbreytt hlaðborð. Medusa barinn er með verönd og útsýni yfir ströndina og hafið.  Despacio Spa heilsulindin er með nuddpottum, gufu og hvíldaraðstöðu og einnig er hægt að bóka nudd og snyrtimeðferðir. Líkamsræktaraðstaða er fyrir gesti hótelsins. Herbergin eru snyrtileg, nýtískuleg í ljósum litum. Hægt er að velja að bóka með morgunverð, hálfu fæði eða fullu fæði. Öll herbergi eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, minibar, skrifborði og neti. Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.  
Mjög gott hótel staðsett á rólegu svæði.  
Frá 199.900 ISK
Bóka