Spánn
, Benidorm frá Akureyri

Gran Hotel Bali

Frá149.900 ISK
Yfirlit
Gran Hotel Bali er alltaf jafn vinsælt en þetta er gott 4 stjörnu hótel staðsett á Poniente ströndinni á Benidorm. Sundlaugagarðurinn er stór með þremur sundlaugum, barnalaug og nuddpotti. Sólbekkir, leiksvæði fyrir börnin, snakkbar og krakkaklúbbur yfir daginn. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir börn á fullorðna yfir sumartímann. Heilsulind og líkamsræktaraðaða er á Bali og einnig er hægt að leigja þar hjól.  Tveir veitingastaðir eru á hótelinu og eru þetta hlaðborðsveitingastaðir. Hægt er að velja um að vera með morgunverð eða hálft fæði. Hótelið er 52 hæðir með 14 lyftum. Herbergin eru snyrtileg vel búin öll með loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, minibar og net. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Ath einstaklingsherbergi eru ekki með svölum.  

Frá 149.900 ISK
Bóka