Spánn
, Tenerife

Dreams Jardin Tropical

Yfirlit
Jardin Tropical er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðset alveg við sjóinn á Adeje-ströndinni, rétt hjá Puerto Colon-smábátahöfninni. 
Hótelgarðurinn er mjög stór eða 12.000 fm. Hann er mjög gróðursæll og fallegur og eru þar 3 sundlaugar og ein af þeim er barnalaug. Sundlaugabarinn selur drykki og létt snarl yfir daginn.  
Krakkaklúbbur er í boði yfir daginn fyrir börnin og á kvöldin er svo skemmtun fyrir alla fjölskylduna.  

Staðsetning

Hótellýsing

Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, einnig heilsulind með gufubaði, tyrknesku baði og nuddpottum. 
 
Það eru fimm veitingastaðir á hótelin hver og einn með sitt þema. Þá er einnig kaffihús, bar og næturklúbbur.  
 
Herbergin eru mjög hugguleg innréttuð í arabískum stíl. Í boði eru standard herbergi og svítur. Öll herbergin eru með svölum eða verönd, loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólf og minibar. Á baðherbergi er sturta hárþurrka og snyrtivörur. Á herbergjum eru einni sloppar og inniskór. Greitt er aukalega fyrir herbergi og svítur sem eru með sjávarútsyni. 
 
Þetta er glæsilegt hótel staðsett á góðum stað við Adeje-ströndina. Aðeins tekur um 5 mínútur að ganga niður að sjónum og í næsta nágrenni er nóg af veitingastöðum, verslunum og börum.  
Bóka