Madeira
, Funchal

Do Carmo

Yfirlit
Do Carmo er gott 3 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Um 4 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er um 15 mínútna gangur á næstu baðströnd. Ekki er garður á hótelinu en á þaki hótelsins er sundlaug og sólbaðsaðstaða með fallegu útsýni yfir Funchal og til sjávar. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Do Carmo er gott 3 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Um 4 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er um 15 mínútna gangur á næstu baðströnd. Ekki er garður á hótelinu en á þaki hótelsins er sundlaug og sólbaðsaðstaða með fallegu útsýni yfir Funchal og til sjávar.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar. 
Í boði eru standard herbergi, tvíbýli og fjölskylduherbergi. Athugið að ekki eru svalir í standard herbergjunum. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sími og hárþurrka. Þráðlaust net, vifta og öryggishólf. Hægt er að fá leigðan minibar.
Þetta er skemmtileg 3 stjörnu gisting staðsett í miðbæ Funchal þar sem margir áhugaverðir staðir eru í göngufæri, Rua de Santa Maria, Mercado dos Lavradores (Farmers Market), smábátahöfnin og Funchal cable car (kláfferja). Miðbær Funchal er þar sem saga, menning og iðandi mannlíf sameinast. Hvort sem þú hefur áhuga á menningu, verslun, mat eða bara að njóta andrúmsloftsins þá hefur miðbær Funchal eitthvað fyrir alla.
Frá flugvellinum í Madeira til Do Carmo er um 18 km.
Bóka