Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Barcelo Fuerteventura Castillo er gott 4 stjörnu hótel í Caleta de Fuste sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Hótelið stendur við baðströndina Playa del Castillo og eru um 5 mínútna ganga í næsta supermarkað. Garður hótelsins hefur góða sólbaðaðstöðu, 1 stór sundlaug, 1 barnalaug og 1 innilaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur, leiksvæði fyrir börn, líkamsrækt og heilsulind (gegn gjaldi). Skemmtikraftar og kvöldskemmtanir.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, snarlbar og bar.
Í boði eru superior smáhýsi, superior smáhýsi með 2 svefnherbergjum, junior svíta, fjölskyldu svíta og deluxe svíta. Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, hárþurrka og svefnsófi. Lítið eldhús, ísskápur, örbylgjuofn, ketill og borðbúnaður. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 4 stjörnu gisting staðsett við ströndina. Smábátahöfnin er í 5 mínútna göngufjarlægð og góðar gönguleiðir eru meðfram ströndinni. Fjölbreytt vatnasport, veitingastaðir og barir í næsta nágrenni. Um 15 mínútna akstur er í höfuðborg Fuerteventura Puerto del Rosario.
Frá flugvellinum í Fuerteventura er um 8 km á Barcelo Fuerteventura Castillo.