Fuerteventura
, Caleta de Fuste

Broncemar Beach

Yfirlit
Broncemar Beach er gott 4 stjörnu íbúðahótel á Caleta de Fuste sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður er á hótelinu og eru um 500 metrar á næstu baðströnd. Garður hótelsins er stór með 1 sundlaug, 1 barnalaug og busl svæði fyrir börn. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu leikvöllur fyrir börn, píla, fótboltaspil, borðtennis og biljard (gegn gjaldi) og einnig er kvöldskemmtun. 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og snarlbar. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru deluxe íbúð, superior deluxe íbúð og fjölskyldu íbúð. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd. Lítið eldhús, borðbúnað, ísskáp, örbylgjuofn og brauðrist. Sjónvarp, síma, hárþurrku, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 4 stjörnu gisting á Caleta de Fuste svæðinu þar sem fjölbreytt afþreying er á hótelinu og í næsta nágrenni. 
Frá flugvellinum er um 7 km á Broncemar Beach.
 
Bóka