Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Sheraton Fuerteventura Golf & Spa Resort er gott 5 stjörnu hótel á Caleta De Fuste sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 5 mínútna gangur er í verslunarmiðstöð og stendur hótelið við baðströnd.
Garður hótelsins er stór og fallegur. Góð sólbaðsaðstaða, 2 sundlaugar, 1 barnalaug og 1 inni sundlaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur, leikvöllur fyrir börn og leikherbergi. Minigolf, reiðhjólaleiga, tennisvöllur (gegn gjaldi), líkamsrækt og heilsulind þar sem hægt er að bóka hinar ýmsu meðferðir gegn gjaldi.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 3 veitingastaðir, sundlaugarbar og bar.
Í boði eru premium herbergi, deluxe herbergi, fjölskyldu herbergi, premium junior svíta og deluxe junior svíta. Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, setusvæði og skrifborð. Hárþurrka, baðsloppur og inniskór. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.
Þetta er góð 5 stjörnu gisting þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna á hóteli og í næsta nágrenni. 18 holu golfvöllur í 5 mínútna akstursfjarlægð, fallegar göngu og hjólaleiðir meðfram strandlengjunni.
Frá flugvellinum í Fuerteventura er um 9 km á Sheraton Fuerteventura Golf & Spa Resort.