Spánn
, Tenerife

Spring Hotel Bitacora

Yfirlit
Spring Hotel Bitacora er gott 4 stjörnu hótel sem nýlega allt hefur verið endurnýjað. Hótelið er vel staðsett í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum á Amerísku ströndinni. Í garðinum er frábær leikaðstaða fyrir börnin, hér er barnalaug , 3 vatnsrennibrautir barnaklúbbur, stór leikvöllur,  fótboltavöllur og margt fleira. Til viðbótar í garðinum eru tvær sundlaugar, nuddpottur, nóg af sólbekkjum, kokteilbarinn “Pink Bar” og Papayas Snack bar.  Á þaki hótelsins er svæði UP sem er aðeins fyrir fullorðna, hér eru sólbekkir, sundlaug, nuddpottur og UP Lounge þar sem hægt er að fá drykki og létt snarl.  

Staðsetning

Hótellýsing

Heilsulind hótelsins er glæsileg með innilaug, sauna, hvíldaraðstöðu og svo er hægt að bóka hinar ýmsu meðferðir.  
Í boði eru 3 herbergistýpur og hægt er að bóka hálft fæði eða allt innifalið.  
Fresh Room/tvíbýli, þetta herbergi hýsir mest 3fullorðna og 1 barn. Rúmgott herbergi með tveimur rúmum, svefnsófa, baðherbergi og svölum.  
Fresh Pool View Room/tvíbýli, samskonar herbergi og Fresh Room nema það snýr út í sundlaugagarð.  
Ocean Terrace Room, þessi herbergi er innréttuð í skærum og líflegum litum. Þetta herbergi hýsir mest 3 fullorðna og 1 barn, rúmgott herbergi með tveimur rúmum og svefnsófa. Einnig er stór prívat verönd með útisturtu og sólbekkjum.  
 
 
Bóka