Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Sol Fuerteventura Jandia er gott 4 stjörnu hótel á Morro del Jable svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður er við hliðiná hótelinu og er um 5 mínútna gangur á næstu baðströnd. Garður hótelsins er ekki stór en hefur sólbaðsaðstöðu, 1 stór sundlaug og 1 lítil fyrir minnstu börnin. Ýmis afþreying er á hótelinu, barnaklúbbur og leikvöllur fyrir börn. Hægt er að fara í yoga tíma, sundleikfimi og pilates. Kvöldskemmtun, lifandi tónlist og skemmtikraftar.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, snarlbar, bar og sundlaugarbar.
Í boði eru Junior síta með verönd, Junior svíta með svölum, Junior svíta með aðgengi út í sundlaug og Junior svíta með sjávarsýn. Í öllum svítum eru 2 sjónvörp, sími, minibar, sófi/setusvæði og hárþurrka. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem mikil afþreying er í næsta nágrenni.
Aðeins 5 mínútna akstur er til bæjarins Morro del Jable þar sem er að finna fallegar gönguleiðir meðfram ströndinni, smábátahöfninni og að vitanum Faro de Morro Jable. Verslanir, veitingastaðir og fjölbreytt vatnasport.
Frá flugvellinum í Fuerteventura er um 82 km á Sol Fuerteventura Jandia