SBH Maxorata Resort er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 10 mínútna gangur er í supermarkað og stendur hótelið við baðströnd. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 4 sundlaugar og 2 barnalaugar. Ýmis afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur (4-12 ára) og Maxiclub fyrir táninga (13-16 ára). Tennisvöllur, borðtennis, biljard, blak, líkamsrækt og sána. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, tapas veitingastaður og asískur veitningastaður. Snarlbar, sundlaugarbar og 2 barir.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
SBH Maxorata Resort er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 10 mínútna gangur er í supermarkað og stendur hótelið við baðströnd. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 4 sundlaugar og 2 barnalaugar. Ýmis afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur (4-12 ára) og Maxiclub fyrir táninga (13-16 ára). Tennisvöllur, borðtennis, biljard, blak, líkamsrækt og sána.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, tapas veitingastaður og asískur veitningastaður. Snarlbar, sundlaugarbar og 2 barir.
Í boði eru standard tvíbýli, fjölskyldu herbergi og tvíbýli með sér sundlaug (aðeins fyrir fullorðna). Hægt að að fá sjávarsýn gegn gjaldi. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, lítill ísskápur og hárþurrka. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting sem hefur fjölbreytta afþreyingu á hóteli bæði fyrir börn og fullorðna.
Um 7 mínútna akstur er í sjávarþorpið Morro Jable sem er staðsett á syðsta odda eyjarinnar og býður upp á fjölbreytta blöndu af náttúrufegurð, menningarupplifun og afslappandi afþreyingu.
Frá flugvellinum í Fuerteventura er um 82 km á SBH Maxorata Resort.