Novotel Edinburgh Centre er góð 4 stjörnu gisting sem staðsett er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Grassmarket og 10 mínútna göngufjarlægð frá Princess Street.
Myndasafn
Bóka
Leita að gistingu
Staðsetning
Hótellýsing
Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og verslana er í næsta nágrenni. Á hótelinu er veitingastaður, The Tap Kitchen & Bar sem býður upp á ameríska matargerð. Heilsulind er á hótelinu með innilaug, nuddpotti, sauna og líkamsræktaraðstöðu. Herbergin eru fallega innréttuð í ljósum litum. Öll herbergi eru með loftkælingu, öryggishólfi, sjónvarpi, síma, legubekk, skrifborði, stól og kaffivél. Baðherbergi eru ýmist með sturtu eða baðkari, hárþurrka og snyrtivörur.