Spánn
, Benidorm

Melia Villaitana

Yfirlit
Melia Villaitana er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett rétt fyrir ofan Benidorm og tekur aðeins 5 mínútur að komast til Benidorm með bíl. Á hótelinu eru tveir golfvellir Poniente og Levante sem hannaðir eru af Jack Nicklaus. Melia Villaitana er hannað eins og lítið Miðjarðarhafsþorp. Garður hótelsins er glæsilegur. Stór sundlaug, sandströnd, sólbekkir, sólhlífar og sundlaugabar. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er líka heilsulind YHI Spa með flottri innisundlaug, gufu, hvíldaraðstöðu og líkamsræktaraðstöðu. Hægt er að bóka sig í nudd eða í fjölbreyttar dekur og slökun meðferðir. Barnaleiksvæði er á hótelinu á yfir sumartímann er krakkaklúbbur fyrir börnin.  
 
Það eru sex veitingastaðir á hótelinu og nokkrir barir. Öll herbergin er rúmgóð, hönnuð í nýtískulegum stíl. Á öllum herbergjum er loftkæling, svalir eða verönd, sjónvarp, öryggishólf og minbar. Á Baðherbergi er baðkar með sturtu, hárþurrka og snyrtivörur.  
 
Á Melia Villaitana er hægt að bóka “The Level” en það er þjónusta þar sem The Level-gestir eru með sérstakan aðgang að The Level-setustofunni með opnum bar og hlaðborði, daglegum kokteilum, blaða- og alhliða móttökuþjónustu og þjónustu fyrir komu.  
 
Þetta er frábært hótel og hentar sérstaklega vel fyrir þá sem ætla að spila golf.   
 
 
Bóka