Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Marive Hotel & Health er gott 4 stjörnu hótel í Split.
Hótelið er staðsett 450 metrum frá Firule ströndinni og 1 km frá Bavice ströndinni og er um 2 km í miðbæ Split.
Á hótelinu er lítil sundlaug og sólbaðaðstaða á þaki hótelsins. Heilsulind, innilaug, gufubað og líkamsrækt. Hægt er að bóka snyrtimeðferðir og nudd gegn gjaldi.
Veitingastaður og bar eru á hótelinu.
Í boði eru tvíbýli, superior tvíbýli, superior tvíbýli með svölum og sjávarsýn, deluxe tvíbýli og senior svíta. Í öllum herbergjum er sjónvarp, skrifborð, minibar, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf. Í deluxe tvíbýli er einnig svefnsófi.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting sem er staðsett aðeins 300 metrum frá strandlengjunni. Stutt er í miðbæinn sem iðar af mannlífi. Veitingastaðir, barir, söfn og verslanir eru í göngufæri. Vinsælt er að fara um á reiðhjóli og upplifa það sem þessi fallega borg hefur uppá að bjóða. Reiðhjólaleigur eru staðsettar á mörgum stöðum um borgina.
Frá flugvellinum í Split eru 23 km á Marive Hotel & Health