Hotel Split er gott 4 stjörnu hótel í Podstrana sem hentar vel fyrir pör.
Hótelið er staðsett við strönd en lítil sundlaug er á þaki hótelsins ásamt lítilli sólbaðsaðstöðu sem er opin frá miðjum júní til miðjan september. Líkamsrækt er á hótelinu.
Í boði eru standard herbergi, superior herbergi með svölum, tvíbýli með verönd og þríbýli með verönd. Í öllum herbergjum er sjónvarp, skrifborð, minibar, ketill, hárþurrka, baðsloppur og inniskór. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Þetta er góð 4 stjörnu gisting við ströndina í Podstrana þar sem veitingastaðir og barir eru við strandlengjuna og smábátahöfn í 7 mínútna göngufjarlægð. Ýmis afþreying er í Podstrana, reiðhjólaferðir, vatnasport, snorkl og kayakferðir.
Aðeins er um 10 mínútna akstur í miðbæ Split þar sem er að finna hinar ýmsu afþreyingar, veitingastaði, söfn, bari og verslanir. Strætó stöð er í 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.