Króatía
, Split

Le Meridien Lav - Podstrana

Yfirlit

Le Méridien Lav er 5 stjörnu lúxus hótel staðsett í einstöku og friðsælu umhverfi með heillandi sjávarútsýn við Podstrana ströndina. Herbergin á hótelinu eru nýleg og afskaplega vel búin. Í double elegant herbergi er mest hægt að vera 2 fullorðnir. Í double premium er mest hægt að vera 3 fullorðnir eða 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára.  Á hótelinu er einnig að finna margvíslega veitingastaði, bari og hægt er sérstaklega að mæla með ítalska staðnum Conlemani, en maturinn þar er hreint út sagt frábær. Á Gooshter Beach Club er frábær stemming og góður matur ásamt frábærum kokteilum og Underside Pub er sportbar þar sem hægt er að horfa á íþróttaviðburði, fá sér frábæra hamborgara og spila alls konar leiki. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning á þeim veitingastöðum sem eru á hótelinu en þeir eru allir mjög góðir. Morgunverðurinn er mjög vel útilátinn og hægt að borða úti yfir sumartímann.

Í garði hótelsins er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Einnig eru sólbekkir á ströndinni þar sem hægt er að sóla sig og synda í kristaltærum sjónum.

 

 

Staðsetning

Hótellýsing

Le Méridien Lav er 5 stjörnu lúxus hótel staðsett í einstöku og friðsælu umhverfi með heillandi sjávarútsýn við Podstrana ströndina. Herbergin á hótelinu eru nýleg og afskaplega vel búin. Í double elegant herbergi er mest hægt að vera 2 fullorðnir. Í double premium er mest hægt að vera 3 fullorðnir eða 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára.  Á hótelinu er einnig að finna margvíslega veitingastaði, bari og hægt er sérstaklega að mæla með ítalska staðnum Conlemani, en maturinn þar er hreint út sagt frábær. Á Gooshter Beach Club er frábær stemming og góður matur ásamt frábærum kokteilum og Underside Pub er sportbar þar sem hægt er að horfa á íþróttaviðburði, fá sér frábæra hamborgara og spila alls konar leiki. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning á þeim veitingastöðum sem eru á hótelinu en þeir eru allir mjög góðir. Morgunverðurinn er mjög vel útilátinn og hægt að borða úti yfir sumartímann. Á hótelinu er Spa þar sem er að finna sundlaug, gufuböð, sauna og gufur með aroma meðferðir. Einnig er hægt að komast í yoga, pilates og ýmsar nudd meðferðir ásamt fegrun. Að sjálfsögðu er þar einnig að finna flotta líkamsræktaraðstöðu. Í garði hótelsins er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Einnig eru sólbekkir á ströndinni þar sem hægt er að sóla sig og synda í kristaltærum sjónum.

Hótelið er í átta km fjarðlægð frá miðborg Split og því lítið mál að taka leigubíl í bæinn. Það tekur um 30 mínútur að komast á hótelið frá flugvellinum.

 

Bóka