Mallorca
, Magaluf

HSM sandalo Beach

Yfirlit
HSM Sandalo Beach er gott 3 stjörnu íbúða hótel á Magaluf sem hentar vel fyrir pör. Aðeins 150 metrar eru á Magaluf ströndina og er supermarkaður á hótelinu með helstu nauðsynjar. Garður hótelsins er ekki stór en hefur ágætis sólbaðsaðstöðu og eina sundlaug. Fallegt útsýni er yfir hafið frá garði hótelsins en hótelið stendur upp á hæð. 

Staðsetning

Hótellýsing

Terrenova og Magaluf verslunarmiðstöðin er í aðeins 250 metra fjarlægð, þar sem líflegt næturlíf er að finna. Veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni. 
Á hótelinu er snakk bar með léttum veitingum, bar og kaffihús. Á kvöldin bíður hótelið upp á lifandi tónlist.
Í boði eru bæði stúdíó íbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi. Í öllum íbúðum eru svalir eða verönd. Eldhúskrókur með borðbúnaði, lítill ísskápur, brauðrist, örbylgjuofn og kaffivél. Sími, sjónvarp, hárblásari, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).  
Þetta er gott 3 stjörnu íbúðahótel þar sem stutt er í hinar ýmsu afþreyingar. 
Frá flugvellinum í Palma til HSM Sandalo Beach eru um 28 km. 
 
Bóka