Mallorca
, Magaluf

Bahia Principe Sunlight Coral Playa

Yfirlit
Bahia Principe Sunlight Coral Playa er góð 4stjörnu gisting staðsett við ströndina í Magaluf. Í næsta nágrenni eru fjöldi veitingastaða og verslana. Hótelgarðurinn er snyrtilegur með sundlaug, sólbekkjum, setuaðstöðu og sundlaugabar með útsýni á ströndina og hafið. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og einn bar. Þetta er gott og notalegt hótel vel staðsett í rólegri hluta Magaluf. 

Staðsetning

Hótellýsing

Herbergin eru mjög hugguleg og fallega innréttuð í ljósum litum þar sem mest geta gist 2 fullorðnir og 1 barn. Greitt er aukalega fyrir herbergi sem snúa út að sjó. Á öllum herbergjum er loftkæling, svalir, sjónvarp, minbar og öryggishólf. Baðherbergin með baðkari/sturtu.  
Þetta er gott og notalegt hótel vel staðsett í rólegri hluta Magaluf. 
Frá flugvellinum í Palma til Magaluf eru 25 km. 
Bóka