Upplifðu Sunderland eins og hún gerist best!
Í þessari ferð verður farið á nágrannaslag Sunderland og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er einstakt tækifæri til að upplifa þennan rosalega ríg sem á milli þessara liða er.
Fararstjóri í ferðinni er fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Sigurður Þorri Gunnarsson. Siggi Gunnars var í skóla í Sunderland á sínum tíma og þekkir borgina afar vel og því frábært að fá þennan einstaka mann til að kynna íslenskum fótboltaáhugamönnum bæði borgina og ríginn milli Sunderland og Newcastle.
Innifalið í pakkanum er:
Flug með Play til Liverpool + 20 kg innritaður farangur
Rúta til og frá flugvelli
Gisting á Hilton Garden Inn Sunderland + morgunmatur
VIP miði á Sunderland og Newcastle á Stadium of Light
Verðið á þessum pakka er 199.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi en verðið er 239.900 krónur fyrir þá sem vilja vera í einstaklingsherbergi. Sendu póst á tango@tango.travel ef þú hefur áhuga á því að bóka einstaklingsherbergi í ferðina. Það eru aðeins 20 sæti í boði í þessari einstöku ferð til Sunderland.