Best Jacaranda er skemmtilegt hótel staðsett á Costa Adeje ströndinni. Í næsta nágrenni er fjöldi veitingastaða og verslana og aðeins 650 metrar er niður á Fanabe ströndina.
Hótelgarðurinn er stór og í honum eru nokkrar sundlaugar, nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Fjölbreytt dagskrá er í boði yfir daginn og krakkaklúbbur. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hægt að fá allt innifalið.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er veitingastaður þar sem er boðið upp á máltíðir af girnilegu hlaðborði. Einnig er bar í hótelgarðinum þar sem hægt er að fá sér svaladrykk og svo er snarlbar á hótelinu sem er opinn allan daginn. Þar er notalegt að sitja og njóta útsýnisins. Á hótelinu er líka píanóbar þar sem myndast skemmtileg stemning.
Á hótelinu er líkamsræktarstöð með sauna, þar er líka tennisvöllur, strandblakvöllur fjölnota íþróttavöllur og borðtennisborð. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir gesti hótelsins.
Herbergin eru björt, rúmgóð og snyrtileg. Veggir eru ljósmálaðir og húsgögn eru klassísk. Flísar eru á gólfum. Í öllum herbergjum er loftkæling, net, sjónvarp og míníbar. Baðherbergin eru snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar eru sturta og bað, hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd.