H10 Vintage Salou er 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna 16 ára og eldri.
Hótelið er staðsett í miðbæ Salou við Plaza de Europa og 700 metrum frá ströndinni. Í garði hótelsins er sundlaug sólbekkir með sólhlífum og sundlaugabar. Á þaki hótelsins er lítil sundlaug, verönd og sundlaugabar. Þetta hótel er huggulega innréttuð í nútímalegum stíl. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og 3 barir. Á kvöldin er skemmtidagskrá. Heilsulind er á hótelinu og hjólaleiga.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Herbergin eru fallega innréttuð í ljósum litum og eru þau sirka 17 fm. Á öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Öryggishólf, loftkæling, minibar, kaffivél og sjónvarp er á herbergjum. Baðherbergi eru með sturtu.