Spánn
, Costa Daurada
, Salou

Gran Palas Hotel

Yfirlit
Gran Palas Hotel er glæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett í Cambrils sem er næsti bær við Salou. Hótelið er staðsett við ströndina og í næsta nágrenni er að finna veitingastaði. Garður hótelsins er stór og þar er sundlaug, barnalaug og rennibraut fyrir krakka. Sólbekkir með sólhlífum og sundlaugabar þar sem hægt er að fá létta rétti og kokteila.  

Staðsetning

Hótellýsing

Glæsileg heilsulind er á hótelinu, innilaug, nuddpottar, sturtur, sauna, tyrkneskt bað og hvíldaraðstaða svo eitthvað sé nefnt.  Hægt er að bóka nudd og snyrtimeðferðir og einnig er líkamsræktaraðstað á hótelinu.  Veitingastaður hótelsins Moss býður upp á fjölbreytt hlaðborð. Herbergin eru stór, falleg innréttuð og útbúin öllum helstu nauðsynjum sem er á 5 stjörnu hóteli. Öll herbergi eru með loftkælingu, svölum, síma, sjónvarpi, kaffivél, öryggishólfi, minibar, skrifborð, stól, setukrók. Baðherbergi er rúmgott með baðkari, hárþurrku og snyrtivörum.  
 
Mjög gott og glæsilegt hótel vel staðsett í Cambrils  
Bóka