Spánn
, Costa Daurada
, Salou

H10 Salauris Palace

Yfirlit

H10 Salauris Palace er gott 4 stjörnu hótel staðsett nálægt  við Port Aventura skemmtigarðinum og Ferrari Land í Salou. Niður að ströndinni er 900 metrar þar sem fjöldi veitingastaða og verslana er að finna. Í garði hótelsins er sundlaug, nuddpottur, sólbekkir og sundlaugabar Leikvöllur fyrir börn, blakvöllur og körfuboltavöllur. Krakkaklúbbur er í boði yfir daginn og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á þaki hótelsins er svæði sem er aðeins fyrir fullorðna 18 ára og eldri. Þar er nuddpottur og sólbekkir.  

Staðsetning

Hótellýsing

Heilsulind er á hótelinu með innilaug, nuddpotti, sauna, tyrknesku baði. Á hótelinu er Xaloc hlaðborðsveitingastaður sem framreiðir fjölbreytta rétti. Á La Choza Snakk bar er hægt að fá létta rétti og drykki yfir daginn. Tveir aðrir barir eru á hótelinu. Salauris Bar í gestamóttökunni og Chill Out Terrace. Herbergin eru 23 fm snyrtileg og einföld. Öll herbergin eru með loftkælingu, minibar, öryggishólfi, sjónvarpi, skrifborði, stól og svölum. Greitt er aukalega fyrir herbergi sem snúa út í sundlaugagarð. Baðherbergi er ýmist með sturtu eða baðkari, hárþurrka og snyrtivörur.  

Bóka