Spánn
, Tenerife

GF Isabel

Yfirlit

GF Isabel er gott 4 stjörnu  fjölskylduhótel á Costa Adeje um 600 m frá strönd. Hótelið er í spænskum stíl í nokkrum lágreistum byggingum. Veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni. Í garði hótelsins eru 3 upphitaðar sundlaugar, aðallaugin er við sundlaugarbarinn. Barnalaugin er með rennibrautum fyrir yngstu börnin og skemmtilegu leiksvæði.  Skemmtidagskrá er á daginn fyrir börnin og mini disco á kvöldin. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fyrir þá sem vilja hreyfa sig eru körfuboltavöllur, lítill fótboltavöllur og minigolf á svæðinu ásamt billiard borði og ýmsu fleiru. Hægt er að leigja hjól á hótelinu og þar er einnig lítill líkamsræktarsalur fyrir hótelgesti. 

Veitingastaðurinn á hótelinu er með hlaðborð á morgnana, hádeginu og kvöldin. Hægt er að velja um að vera án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði og öllu inniföldu. Fimm barir eru á hótelinu.  
Hótelið býður upp á íbúðir með einu svefnherbergi sem taka mest þrjá og smáhýsi sem taka fjóra. Allar íbúðir eru með svölum eða verönd, sjónvarpi og litlu eldhúsi. Frítt þráðlaust net er í íbúðum og sameignlegum rýmum. Hægt er að hafa útsýni yfir garðinn eða til fjalla. 
Þett er gott og fjölskylduvænt hótel á Costa Adeje svæðinu.  
Bóka