Spánn
, Tenerife

Gara Suites Golf & Spa

Yfirlit

Gara Suites Golf & Spa er nýlegt 4 stjörnu hótel staðsett við Las Americas golfvöllinn. Það tekur sirka 15 mínútur að ganga niður að Amerísku ströndinni, örstutt í Siam Mall og Siam Park.  Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar og lítil barnalaug, leiktæki fyrir börnin og á daginn er krakkaklúbbur í boði fyrir börnin. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hægt er að bóka gistingu með morgunverð, hálfu fæði, fullu fæði eða allt innifalið. Þetta er góð gisting og hentar sérstaklega vel fyrir fjölskyldur og  þá sem ætla að spila golf.  

Staðsetning

Hótellýsing

Hjólaleiga er á hótelinu sem og hjólageymsla. Flott heilsulind er á hótelinu með innilaug, sauna, hvíldaraðstöðu og líkamsræktaraðstöðu. Hægt er að bóka nudd eða snyrtimeðferðir. Nokkra herbergistýpur eru í boði á hótelin, Suites, Duplex og Suite 2 Bedrooms. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggihólfi. Baðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. 

Bóka