Spánn
, Tenerife

Flamingo Beach Mate

Yfirlit
Flamingo Beach Mate er góð 4 stjörnu íbúðagisting á Costa Adeje svæðinu staðsett aðeins 350 metrum frá Playa de la Pinta ströndinni. Í næsta nágrenni er fjöldi góðra veitingastaða og verslana. Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar þar af ein barnalaug og nuddpottur. Veitingastaður er á hótelinu og tveir barir einn í garði hótelsins og hinn í gestamóttöku. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu eru stúdíó og íbúðir með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum. Ath að greitt er aukalega fyrir stúdíó og íbúðir sem eru með sjávarútsýni. Íbúðirnar eru hlýlegar, snyrtilegar í ljósum litum útbúnar helstu þægindum. Í öllum íbúðum og stúdíó er loftkæling, svalir eða verönd, kaffivél, sjónvarp, sími, öryggishólf og net. Í eldhúsi er ísskápur, örbylgjuofn, ofn og borðbúnaður. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. ATH að í boði eru stúdíó sem eru ýmist með eða án eldhús.  
 
Stúdío - 35 fm og hýsa mest  3 fullorðna  
 
Íbúð með einu svefnherbergi –55 fm og hýsa mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn  
 
Íbúð með tveimur svefnherbergjum – 75 fm og hýsa mest 4 fullorðna og 1 barn 
 
Íbúð með þremur svefnherbergjum – 120 fm og hýsa mest 6 fullorðna og 2 börn.  
 
Þetta er mjög góður kostur, frábærlega staðsett á Costa Adeje svæðinu.  
 
 
Bóka