Fuerteventura
, Caleta de Fuste

Elba Sara Beach & Golf Resort

Yfirlit
Elba Sara Beach & Golf Resort er gott 4 stjörnu hótel í Caleta de Fueste sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. 
Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og stendur hótelið við baðströnd. 
Garður hótelsins er stór, góð sólbaðsaðstaða, 1 stór sundlaug og 1 barnalaug. 
Ýmis afþreying er á hótelinu. Krakkaklúbbur, skemmtidagskrá, píla, borðtennis, leikvöllur úti, leikjaherbergi inni, minigolf (gegn gjaldi), tennisvöllur (gegn gjaldi) og líkamsrækt. Athugið að skemmtidagskrá og krakkaklúbbur getur verið árstíðarbundin.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, sundlaugarbar og 2 barir. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Loftkæling, sími, sjónvarp, ketill, minibar, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er góð 4 stjörnu gisting staðsett við ströndina þar sem fjölbreytt afþreying er í boði á hótelinu og í næsta nágrenni fyrir bæði börn og fullorðna. 
Frá flugvellinum er um 8 km á Elba Sara Beach & Golf Resort.
 
Bóka