Spánn
, Costa Brava
, Lloret de Mar

Delamar

Frá129.900 ISK
Yfirlit

Delamar er mjög gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna. Hótelið er staðsett aðeins 50 metrum frá ströndinni í Lloret de Mar. Í garði hótelsins er lítil sundlaug, sólbekkir og bar. Á þaki hótelsins er einnig sólbaðsaðstaða, lítil sundlaug og bar sem opinn er á kvöldin þar sem hægt er að njóta sjávarútsýnis. 

Staðsetning

Hótellýsing

Veitingastaður hótelsins er hlaðborðsveitingastaður þar sem fjölbreyttir réttir eru bornir fram. Í gestamóttöku er setuaðstaða og lítið bókasafn þar sem hægt er að fá lánaðar bækur. Hægt er að leigja hjól í gestamóttöku og einnig eru hjólageymslur þar sem hægt er að geyma hjól. Líkamsræktaraðstaða er einnig á Delamar og hægt er að bóka nudd. Herbergin eru nútímalega innréttuð öll með loftkælingu, minibar, öryggishólfi, sjónvarpi, síma, kaffivél og svölum. Baðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.  

Gott hótel á frábærum stað í Lloret de Mar.  
Frá 129.900 ISK
Bóka