Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru íbúðir með 1 svefnherbergi og 2 svefnherbergjum. Hægt er að kaupa sundlaugarsýn eða sjávarsýn. Fyrir þá sem vilja kaupa fæði er hægt að velja um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið.
Í öllum íbúðum eru svalir eða verönd. Lítið eldhús, borðbúnaður, vifta í lofti, lítill ísskápur, sjónvarp, sími, hárþurrka, straujárn, þráðlaust net (gegn gjaldi) og öryggishólf (gegn gjaldi).
Athugið að íbúðirnar geta verið á tveimur hæðum og þarf að ganga niður stiga til að fara í sundlaugargarðinn.
Þetta er góð einföld 3 stjörnu íbúðagisting vel staðsett á hinum svokallaða „Laugavegi“ þar sem er iðandi mannlíf, veitingastaðir og verslanir. Fallegar gönguleiðir eru meðfram strandlengjunni og einungis um 15 mínútna gangur að höfninni í Los Cristianos.
Frá flugvellinum Reina Sofia (Tenerife south) er um 17 km á Family Garden Compostela Beach.