Spánn
, Tenerife

Best Tenerife

Yfirlit
Best Tenerife er mjög gott 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 5 mínútum frá Laugaveginum á Amerísku ströndinni. Aðeins 300 metrar er Las Vistast ströndinni. Í næsta nágrenni eru veitingastaðir, verslanir og barir. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar, barnalaug, sólbekkir, sólhlífa og sundlaugabar þar sem hægt er að fá snarl yfir daginn. Á þaki hótelsins er sólbaðsaðstaða, sólbekkir og nuddpottur. Yfir daginn er ýmis afþreying í boði og krakkaklúbbur fyrir börnin. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Glæsileg heilsulind er á hótelinu með innilaug, nuddpotti, hvíldaraðstöðu, sauna og líkamsræktaraðstöðu. Veitingastaður hótelsins er hlaðborðstaður sem framreiður fjölbreytta rétti og þema kvöldverði. Herbergin hafa nýlega verið endurnýjuð og eru þau innréttuð í ljósum litum. Herbergin hýsa  mest 2 fullorðna og 2 börn. Í herbergi eru tvö Queen Size rúm og sofa þá tveir einstaklingar í sitthvoru rúminu. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, minibar, öryggishólf, sími, sjónvarp, kaffivél og net. Á baðherbergi er baðkar með sturtu, hárþurrka og snyrtivörur.  
 
Þetta er gott hótel með mjög góðri staðsetningu á Amerísku ströndinni.  
Bóka