Spánn
, Costa Daurada
, Salou

Best San Francisco

Yfirlit
Best San Fransico er gott 4 stjörnu hótel á Salou sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður er við hliðiná hótelinu og er um 5 mínútna gangur á næstu baðströnd. Garður hótelsins er ekki stór en hefur ágæta sólbaðsaðstöðu og 1 sundlaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, krakkaskemmtun, sundlaugarleikir, þemakvöldverður og kvöldskemmtun. Afþreying hótelsins er árstíðarbundin. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og bar. Í boði eru tvíbýli sem taka mest 2 fullorðna og 2 börn eða 3 fullorðna og 1 barn í hvert herbergi. Athugið að herbergin eru lítil og hafa 2 queen size rúm. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, minibar, hárþurrka, þráðlaust net, loftkæling (á sumrin) og öryggishólf. Þetta er fín 4 stjörnu gisting vel staðsett nálægt strönd. Veitingastaðir, verslanir og barir í næsta nágrenni. Um 3 km akstur er í Port Aventura skemmtigarðinn frá hótelinu. Frá flugvellinum í Barcelona er um 98 km á Hotel Best San Fransico.

Staðsetning

Bóka