Spánn
, Benidorm

BCL Levante Club & Spa - Adults Only

Yfirlit
Hotel BCL Levante Club & Spa er gott 4 stjörnu hótel á Benidorm sem er aðeins fyrir fullorðna.  
Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og 900 metrar eru á Levante ströndinni frá hótelinu.   
Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, stórri sundlaug og sundlaugarbar. Ýmis afþreying er á hótelinu, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi), tennisvöllur, borðtennis, píla, kvöldskemmtun og lifandi tónlist. Í næsta nágrenni er ýmsa afþreyingu að finna svo sem golfvöll, bari og veitingastaði.  
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, snarl bar og bar.  

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli og superior tvíbýli. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, minibar, þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf (gegn gjaldi).  
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem vel er hægt að njóta frísins og slaka á.   
Frá flugvellinum í Alicante eru um 60 km á Hotel BCL Levante Club & Spa. 
 
 
Bóka