Berlín

Þessi sögufræga stórborg er einstök og ekki að ástæðulausu að Berlín er kölluð New York borg Evrópu. Hvort sem þú vilt skoða menningu, sögu, borða góðan mat, rölta á milli ölstofa eða kíkja í verslanir. Þetta finnur þú allt í Berlín og miklu meira. 

 

 


Það er enginn einn miðbær í Berlín en borgin skiptist í mörg hverfi og má segja að hvert þeirra hafi sinn miðbæ. Vinsælustu hverfin eru Mitte, Charlottenburg, Kreuzberg, Alexanderplatz, Wilmerdorf og Hackeschermarkt. 

Verðlagið í Berlín er almennt talið hagstætt. Það ætti því að kæta marga að þar er gott að versla og úrvalið mikið. Kurfürstendamm eða „Ku-Damm“er vinsælasti staðurinn til að versla í Berlín. Gatan liggur nálgæt Zoologischer Garten og þar eru allar helstu verslanir í Berlín. Aðrar verslunargötur eru eins og Ku-Damm samanstendur af Tauentzienstrasse og Kurfürsterstrasse og nágrenni. Alexa er moll við Alexanderplatz þar sem margar verslanir eru.  
Í Berlín eru fjölmargir staðir sem er nauðsynlegt að heimsækja þar sem borgin hefur langa og merka sögu frá heimsstyrjöldunum tveimur.  

 

Áhugaverðir staðir í Berlín 

 
Múrinn East Side Gallery er einn áhugaverðasti hluti múrsins sem stendur enn. Hann liggur á milli Ostbahnhof lestarstöðvarinnar og Warschauerstrasse lestarstöðvarinnar. Áhugavert er að fá að heyra sögur hans, tilraunir fólks til að komast yfir hann og leggja svo leið sína á safnið Mauermuseum um sett hefur verið upp. Það hefur ótrúleg áhrif á mann að kynnast veggnum og fólkinu betur og ekki laust við að margir fái kökk í hálsinn þegar þeir sjá hvernig umhorfs var þarna fyrir aðeins örfáum árum síðan. 
Check Point Charlie var ein þekktasta landamærastöð í Berlín á þeim árum er Berlín var skipt borg. Hún var staðsett í Friedrichstrasse, milli bandaríska og sovéska hernámssvæðanna. Varðstöðin var aðeins ein af þremur bandarískum landamærastöðvum í og við borgina en þar sem hún var staðsett í miðborginni, var hún þekktust þeirra. 
Holocaust Memorial er minnisvarði í Berlín yfir þá gyðinga sem féllu í Helförinni. 
Áin Spree liggur þvert í gegnum Berlín. Gaman er að labba meðfram ánni, setjast niður, fá sér að borða og horfa á mannlífið. Það er alltaf eitthvað um að vera nálægt ánni og þá sérstaklega í nágrenni Friedrichstrasse og Hackeschermarkt. 
Bjórgarðar Marga skemmtilega bjórgarða má finna í Berlín. Má þar nefna Prater bjórgarðurinn við Kastanieallee og svo Schleusenkrug nálgæt Zoologischer. Athugið að alls ekki er nauðsynlegt að fá sér bjór í görðunum. Einnig er boðið upp á ís, mat og svo að ógleymdu að njóta lífsins. 
Trabant safari, Trabant var eina bílategundin sem lengi var leyfð á bakvið múrinn í austurhluta Berlínarborgar. Keyrt er um margar af sögufrægustu götur Berlínar og leiðangursstjórinn matar þig af upplýsingum um það sem fyrir augu ber. 
Brandenburgar hliðið er ein þekktasta bygging Berlínar og eitt þekktasta mannvirki Þýskalands og Evrópu. Það varð jafnframt að tákngervingi friðar og sameiningar þegar Berlínarmúrinn féll. Brandenborgarhliðið er 26 metra hátt og 65 metra breitt, en með breiddinni teljast varðhúsin sitthvoru megin við hliðið. Fyrirmyndin var Propylaea, inngangahofið mikla á Akrópólishæðinni í Aþenu. Hliðið stendur á 12 dórískum súlum. Efst trónir hestaeykið Quadriga, en þar keyrir rómverska sigurgyðjan Viktoría á vagni sem dreginn er af fjórum hestum 
Potsdamer Platz 
Nýjasta svæðið í borginni. Ólíkt öllu öðru í Berlín. Þarna er gaman að skoða sig um, versla og kíkja á veitingastaði því nóg er af þeim á þessu svæði. 
Reichstag   
Þýska þinghúsið er skemmtilegt að heimsækja. Sérstaklega er áhugavert að heimsækja glerhjúpinn á þaki byggingarinnar.