Búdapest

Búdapest er höfuðborg Ungverjalands. Borgin skiptist í Búda og Pest. Búda er gamla hverfið vestan Dónár og Pest austan megin sem er mekka verslana og viðskipta. Það er Széchenyi keðjubryggjan eða Búdapest-brúin sem tengir gömlu borgarhlutana Buda og Pest. Skemmtilegt er að sigla eftir Dóná og skoða Budapest þannig. 

 

Þetta er stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning enda er hún á heimsminjaskrá UNESCO. Það þykir mjög hagstætt að versla í Búdapest. Í Búdapest eru mjög litríkir markaðir, verslunarmiðstöðvar og lúxusverslanir. Frægasta verslunarhverfið í Búdapest er Váci göngugata, sem er staðsett í miðju sögulega hluta Pest sem og upphaf Andrássy Avenue. Hérna er að finna bæði dýrar verslanir og ódýrar fataverslanir. Veitingastaðir, pöbbar og kaffihús er út um alla borg. Það þurfa allir að prófa hina heimsfrægu ungverskr gúllassúpu sem kölluð er Pörkölt. Þegar kvölda tekur er nóg af næturklúbbum, diskótekum og börum fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið. 

Áhugaverðir staðir 

Széchenyi Fürdő baðhúsið – Vinsælt baðhús sem er vel sótt af heimamönnum sem segir sitt um þjónustuna. Hér er bæði böð og almenn sundlaug í boði og hér er hægt að spila skák ofan í lauginni. Skemmtilegur staður. 
Cittadella - er lítill hluti borgarvirkis sem Habsborgarkeisari lét reisa á Gellert hæð og átti að minna borgarbúa á hver ræði þar ríkjum. Síðan hefur virkið verið notað sem fallbyssuhreiður, fangelsi og athvarf fyrir útigangsmenn. 
Þinghúsið - Országház – Við Dónánna Pest megin borgarinnar er þinghús Ungverjalands sem er geysimikil smíð í nýgotneskum stíl. Þetta er þekktasta og glæsilegasta byggingin í Búdapest. Raunverulegt tákn um borgina og Ungverjaland í heild sinni og er á nánast öllum minjagripum tengdum borginni. 
Andrássy breiðgatan -Þessi mikla breiðgata nær frá miðbænum í Belváros og að borgargarðinum við Városliget. Gatan og götumyndin er á Heimsminjalista UNESCO enda þar margar byggingar sem af bera. Meðal þeirra er Ríkisóperan og Ernst söfnin.