Tenerife

Tenerife þessi sívinsæla eyja sem allir Íslendingar elska. Hér er loftslagið eins og það gerist best, sól og sumar allt árið um kring. Frábær hótel, fallegar strendur, fjölbreytt afþreying, skemmtileg menning, einstök matargerð og  svo margt fleira sem einkennir þessa dásamlegu eyju.  Á suðurhluta eyjunnar eru vinsælustu ferðamannasvæðin, Playa de Las Americas, Los Cristianos og Costa Adeje.

Sýna síu
Reset Filters
Sort By:
Reset Filters
Loka

Verðbil

0 ISK
700.000 ISK

Nætur

0
100

Playa de Las Americas  Ameríska ströndin hefur löngum verið vinsælasta svæðið sem ferðamenn kjósa að dvelja á. Hér er hinn svokallaði “Laugavegur” en þar er frábært úrval góðra veitingastaða og fjöldi verslana. Siam Park og Siam Mall eru einnig staðsett á þessu svæði. Hér eru gistingar allt frá glæsilegum 5 stjörnu hótelum yfir í góðar 3 stjörnu íbúða gistingar.  

Los Cristianos  

Gamli bærinn í  Los Cristianos einkennist af þröngum götum með líflegu mannlífi heimamanna. Hér eru góðir veitingastaðir  og kaffihús. Gyllta ströndin Las Vistas tilheyrir Los Cristianos en þar er frábær aðstaða til sól og sjóbaða. Fallegt hafnarsvæðið er skemmtilegt en þaðan er hægt að fara í bátsferðir til að veiða, njóta lífsins, skoða hafsbotninn á bátum með glerbotn, siglingar á staði sem eru góðir til köfunar eða taka ferjur til nágrannaeyjunnar, La Gomera. Mikið af íbúðagistingum í boði en mikilvægt er að vita að í þessum bæ er töluvert af brekkum og hentar því ekki fólki sem á erfitt með gang.  

Costa Adeje  
Costa Adeje er nýjasta svæðið á suðurhluta Tenerife, næsti bær við Amerísku ströndina.  Hér eru fallegar strendur eins og Fanabe og Playa del Duque og smábátahöfnin Puerto Colón. Á þessu svæði er að finna mörg af  glæsilegustu hótelum á eyjunni og flottar verslunarmiðstöðvar  Gönguleiðin meðfram ströndinni er falleg þar sem mikið er að veitingastöðum og kaffihúsum, en hægt er að ganga eða hjóla yfir á Amerísku ströndina.