Salou

Salou er yndislegur strandbær staðsettur í klukkustunda fjarlægð frá heimsborginni Barcelona og því er hægt að sameina sól og stórborg í einni og sömu ferðinni. Salou er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á Costa Dorada svæðinu en hér finnur þú allt fyrir fjölskyldufólk enda aðstaðan frábær og nóg af afþreyingu í boði fyrir alla fjölskylduna. 

Sýna síu
Reset Filters
Sort By:
Reset Filters
Loka

Verðbil

0 ISK
700.000 ISK

Nætur

0
100

Afþreying 

Port Aventura - Er einn stærsti og glæsilegasti skemmtigarður á Spáni. Garðurinn skiptist í sex mismunandi svæði þar sem fjöldinn allur er af leiktækjum, risastórir rússíbanar, vatnsrennibrautir, fallturn og stórkostlegar sýningar sem standa yfir allan daginn. Nóg af afþreyingu fyrir þau allra yngstu og líka fyrir þá sem vilja láta adrenalínið flæða.  
Costa Caribe vatnagarðurinn -  Er stórskemmtilegur vatnagarður í Salou.  
Hér er fjöldinn allur af vatnsrennibrautum á yfir 50.000 fermetra svæði. Fyrir þau allra yngstu er þetta sannkölluð vatnaparadís. Fjöldinn allur af vatnsrennibrautum og öldulaug fyrir þá sem eldri eru. Sólbaðsaðstaða, veitingastaðir og minjagripaverslun er einnig í garðinum. Tilvalið að gera sér dagamun í þessum stórskemmtilega garði. 
House of illusion - Er frábær sýning töfra og sjónhverfinga. Þessi sýning er búin að vera í Salou frá því 2003 og á hverju kvöldi er skemmt fyrir fullu húsi. Hér koma saman nokkrir töframenn og sýna listir sýnar og sjónhverfingar, þetta er alvöru show!  Ógleymanleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 
Aqoapolis - Ef þú vilt spennu þá skaltu heimsækja vatnsrennibrautagarðinn Aqoapolis er Tarragona, næsta bæ við Salou.  Í Aquapolis er fjöldinn allur af vatnsrennibrautum og leiktækjum. Þar eru líka daglegar höfrungasýningar og glæsilegt sædýrasafn. 
Barcalona - Er í rétt um klukkustund fjarlægð frá Salou. Tilvalið er að skella sér einn dag inn í borgina og sameina þannig sumarfrí í sól og heimsókn í stórborg. Barcelona er spennandi og falleg borg með ríklega menningu og sögu. Ramblan er ein þekktasta gata Spánar og út frá henni eru göngugötur í allar áttir sem geyma verslanir, bari og veitingahús. 
 
Í Salou er hægt að stunda allt mögulegt sjósport. Hjólbátar, Jetski, köfun, fallhlíf og fleira. Svo er líka bara hægt að njóta og slaka í sólinn eða búa til sandkastala. sjóskíði, leigja sjókött eða láta draga þig um í fallhlíf, allir finna eitthvað við hæfi.