Split
Nýr áfangastaður í sumar. Beint flug vikulega frá 28. maí - 29. okt.
Split er önnur stærsta borg Króatíu með um 180 þúsund íbúa og einnig stærsta borg Króatíu við Adríahafið. Split er þekkt fyrir fegurð og hreinleika og er af mörgum talin ein fallegasta borgin í Evrópu. Þar er að finna mjög marga fallega rómverska minnisvarða sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara en eldri hluti borgarinnar er á heimsminjaskrá UNESCO. 
Split er í senn fjölskylduvæn en býður einnig upp á fjörugt næturlíf. Hún hefur svo sannarlega upp á margt að bjóða; fallegar byggingar, söfn, veitingahús, verslanir, hönnunarvörur og fallegar baðstrendur. Bačvice er nafnið á þekktustu ströndinni í Split en þar er sjórinn kristaltær.
Sýna síu
Reset Filters
Sort By:
Reset Filters
Loka

Verðbil

0 ISK
700.000 ISK

Nætur

0
100
Velkomin til Split í Króatíu sem er einn áhugaverðasti áfangastaður í Evrópu og frábært dæmi um borg þar sem hægt er að finna æðislega veðursæld, mikilfenglega sögu og afskaplega fallegar strendur í nágrenninu þar sem kristaltær sjórinn gælir við tærnar. Ekki skaðar svo að verslun er góð og matarmenningin frábær.
 
Split er önnur stærsta borg Króatíu með um 180 þúsund íbúa en einnig stærsta borg Króatíu við Adríahafið. Split er þekkt fyrir fegurð og hreinleika og er af mörgum talin ein fallegasta borgin í Evrópu. Þar er að finna mjög marga fallega rómverska minnisvarða sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara en eldri hluti borgarinnar er á heimsminjaskrá UNESCO. Split er sögð vera byggð af Forngrikkjum á 2. eða 3. öld fyrir Krist en síðar komu þangað Rómverjar. Borgin ber sterk merki rómverska tímabilsins. Split er í senn fjölskylduvæn en býður einnig upp á fjörugt næturlíf. Hún hefur svo sannarlega upp á margt að bjóða; fallegar byggingar, söfn, veitingahús, verslanir, hönnunarvörur og fallegar baðstrendur. Bačvice er nafnið á þekktustu ströndinni í Split en hún er örstutt frá hinni rómuðu höll Diokletusar keisara.
 
Fjölmargir frábærir veitingastaðir eru í Split og það er virkilega notalegt að ganga með fram höfninni þar sem einnig er að finna skemmtilega bari þar sem hægt er að sitja úti og virða fyrir sér ríkt mannlífið. Þegar sólin tekur að setja lifnar næturlífið við og hægt að skemmta sér vel fram eftir nóttu.
 
Það þarf engan að undra að Króatía hafi orðið fyrir valinu við gerð margra kvikmynda enda fegurð landsins einstök.
Töluverð vín- og bjórframleiðsla er í Króatíu og víða boðið upp á vínsmökkun. Rakija er hinn frægi jurtalíkjör Króatíumanna og er oft drukkinn sem fordrykkur. Mikil matarmenning er í Króatíu en hvert hérað er með sína sérstöðu í mat. Sjávarfang er mjög algengt við sjávarsíðuna en Miðjarðarhafsmatur er almennt mjög áberandi í bland við alþjóðlegan mat.
Kaffimenning er mjög sterk í Dalmatíuhéraði þar sem Split er staðsett og því mjög auðvelt að finna góð kaffihús og fá sér eins og einn “kava“ eins og Króatar kalla kaffið sitt.
 
Fyrir náttúruunnendur er Split frábær borg að heimsækja. Hægt er að fara í fjölbreyttar göngu- og hjólaferðir í næsta nágrenni, skella sér í bátsferð í eyjarnar fyrir utan ströndina og einnig í bátsferð meðfram ströndinni í bátnum Polaris, sem á sér langa sögu og tók m.a. þátt í D-day í seinni heimstyrjöldinni. Í þeirri ferð er hægt að sjá hið fallega landslag Dalmatíu strandarinnar, kastala og fagrar stendur ásamt flottu útsýni yfir borgina sjálfa. Um borð er lifandi tónlist og opinn bar sem gefur ferðinni frábæra stemningu.
Einnig er hægt að fara inn í landið og heimsækja Krka þjóðgarðinn sem er einn af átta þjóðgörðum í Króatíu. Hægt er að ganga í um garðinum og skoða t.d. hina stórkostlegu Krka fossa og heimsækja skemmtilega litla bæi. Einnig er hægt að fara í sérstaka skoðunarferð til Klis virkisins og Ethno þorpið. Frá virkinu er afar gott útsýni yfir Split og svæðið í kring og í þorpinu er hægt að smakka ýmis góðgæti, t.d. ólífuolíur o.m.fl.
 
Það er því ljóst að heimsókn til Split er eitthvað sem enginn mun gleyma enda er eitthvað þar fyrir alla, alveg sama hvort draumurinn sé að finna gott veður, frábærar strandir, skemmtilega borg, áhugaverðar skoðunarferðir, bátsferðir, mat, vín og skemmtanalíf. Þarna verður enginn svikinn.