Róm hefur verði kölluð borgin eilífa og ber nafnið með rentu. Péturstorgið, Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Trevi gosbrunnurinn, Colosseum, Forum Romanum, Pantheon-hofið og Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og Rafael. Þetta er aðeins brot af því sem Rómarborg hefur uppá að bjóða.
Róm var ein þekktasta borgin á tímum rómverska heimsveldisins, þekkt sem sjö hæða borgin. Borgin er og hefur verið vagga kaþólskrar trúar.
Það er gaman að versla í Róm en borgin er sannkölluð tískuborg. Hér fjöldinn allur af lúxus merkjavöruverslunum Gucci, Louis Vuitton, Chanel, Prada og fleiri. Einnig eru sérverslanir, verslunarmiðstöðvar og skemmtilegir markaðir í borginni. Ítalir eru þekktir fyrir einstaklega ljúffenga matargerð, eldbakaðar pizzur, pasta, ostar og góð vín. Um alla Róm eru veitingastaðir, kaffihús og vínbarir.
Áhugaverðir staðir
Pompei - Þeir sem koma til Rómar mega ekki láta hina einstöku borg Pompei framhjá sér fara en hún er á heimsminjaskrá UNESCO. Árið 79. e.kr þá gaus eldfjallið Vesúvíus. Borgin fór undir ösku og 2000 manns létu lífið. Það var ekki fyrr en 1748 að fornleifafræðingar fundu borgina. Hér fundust heillegustu fornminjar keisaratímans, margar byggingar, hallir, baðhús, heimili og vændishús. Einstök upplifun með aldrei gleymist.
Colosseum og Forum Romanum - Eitt flottasta og voldugast hringleikahús heims er Collosseum. Þetta er tákn Rómarborgar en einnig minning um þann tíma þegar að þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu borgarbúum til skemmtunar. Colosseum var byggt 70 e. Kr. en sagt er að ránsfengur úr musteri gyðinga í Jerúsalem hafi verið notað til þess að borga fyrir bygginguna. Fyrir utan Colosseum er gamla rómverska torgið Forum Romanum. Þetta er stærsta fornleifasafn heims og er allt utandyra. Sjón er söguríkari.
Vatíkanið og Sixtínska kapellan - Hér eru frægustu listaverk heims frá klassíska tímans og endurreisnarinnar. Í Sixtínsku kapellunni eru stórkostleg ver frá tíma endurreisnarinnar en glæsilegasta verkið er loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa sem ekki verður með orðum lýst.