París
París er borg sem hefur verið sungið um, hún hefur verið kvikmynduð, máluð, dönsuð, skrifað um, málað enn meira og síðast en ekki síst, elskað! 
Marga dreymir um að eyða nokkrum dögum í borginni, borða baquette, drekka franskt vín, sitja úti á kaffihúsum, skoða allar fallegu byggingarnar og baða sig í heitustu tískustraumunum. París er borgin sem maður upplifir alltaf eitthvað nýtt í enda margt hægt að skoða og upplifa. 

Borgin var upphaflega byggð á litlu eyjunni hjá Notre Dame kirkjunni og stækkaði svo í þá dásamlegu borg sem við þekkjum hana í dag. Margar af þekktustu minnisvörðum heims er að finna í París. Þar má helst nefna Eiffel turninn, Sigurbogann, Notre Dame kirkjuna, Louvre safnið, Moulan Rouge, Sacré Cæur, Versalir, Palais Royal og allar þær ótal hallir fyrir jafnmörg konungdæmi og gleymum ekki fallegu ánni Signu. Æðislegt er að rölta um Champs Elysées á daginn, skoða mannlífið og verslanirnar. Margar litlar hliðargötur liggja út frá þessari merku götu og á kvöldin er þar að finna iðandi næturlíf.  

Listin er allsráðandi í borginni og má aðallega sjá þess merki í listamannahverfinu. Fjölmargir þekktir listamenn eru frá París eins og söngkonan Édith Piaf, fatahönnuðirnir Coco Chanel, Hérmes, Lacoste, skartgripahönnuðurinn Cariter og rithöfundurinn Voltaire. 
París á sér heilmikla sögu og ber þar helst að nefna frönsku byltinguna þar sem Parísarbúar réðust á Bastilluna, fangelsið, þann 14. júlí 1789. Þar kviknuðu lýðræðishugmyndirnar sem mörkuðu hugmyndafræðileg vatnaskil á 19. öld.  
Helstu hverfin sem gaman er  að heimsækja er Latínuhverfið, Mýrin, Montmarte og Belleville.