Kaupmannahöfn

Alltaf er gaman að heimsækja Kaupmannahöfn hvort sem er að sumri eða vetri,  Kaupmannahöfn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum þar sem ferðir til Kaupmannahafnar hafa verið vinsælar um margra áratuga skeið og heimsækja Íslendingar borgina aftur og aftur. 

Borgin hefur uppá margt að bjóða, Strikið, Tivolí, Nýhöfn, Bakken að ógleymdri Hafmeyjunni og Amelienborg. Úrval verslana og veitingastaða er í borginni og er tilvalið að setjast niður á einn af fjölmörgu smurbrauðstöðum borgarinnar og gæða sér á ekta dönsku smörrebrauð, eftir smá bæjarölt í borginni. Köngsens Köben klikkar ekki. 
 
Áhugaverðir staðir 
Tívolíið - skemmtigarður fyrir alla fjölskylduna og daginn jafnt sem kvöldin.   
Litla hafmeyjan -  Gaman er að þefa uppi litlu hafmeyjuna og taka eins og eina selfí.  
Christiania -  Fríríkið Christiania var stofnuð 1972 af hippum. Þau vildi gilda sínum eigin reglum en ekki ekki fylgja reglum ríkisins. Gaman er að skoða Christianiu, öll myndartaka er bönnuð þar en í fríríkinu leynast nokkrir bragðgóðir veitingastaðir.  
Nýhöfn -  Það er eitthvað við að enda góðan dag á að labba um Nýhöfn og slappa af. Hellingur af veitingastöðum eða gera eins og Daninn gerir, kaupir sér sinn eigin bjór og hafa það svo notalegt við hafnarbakkann.   
Strikið - Er staðurinn ef þú ætlar þér að versla.   
Amalienborg höllinn -  Höllin er stórglæsileg í smíðum og talin vera ein flottasta byggingin í danskri rococo arkitektasögu.   
Rundetaarn - Er turn þar sem þú labbar hring eftir hring til þess að komast á toppinn. Skemmtileg hönnun síðan á 17. öld í miðri Köben.  
Carlsberg - Merkið þekkja allir. Gaman er að skella sér í Valby og fara í túr um Carlsberg brugghúsið.