Glasgow
Glasgow er lífleg og kraftmikil borg með ríkan menningararf. Hún er stærsta borg Skotlands og fjórða fjölmennasta borg í Bretlandi. 
Líflegt næturlíf er í borginni allt frá hefðbundnum skoskum krám til næturklúbba svo það er eitthvað fyrir alla. Fyrir þá sem vilja fara í verslunarferð er Buchanan Street oft kölluð “aðalverslunargatan” en borgin býður m.a upp á hönnunarverslanir, stórverslanir og einstakar tískuverslanir. Gaman er að ganga um Kelvingrove Park og Glasgow Botanic Garden fyrir þá sem vilja slaka á og njóta náttúrunnar. Úrval veitingastaða frá hefðbundnum skoskum réttum til alþjóðlegrar matargerðar.  
Fjölbreytt menningarlíf með fjöldann allan af söfnum, galleríum og leikhúsum. Byggingarlandslag í borginni er blandað af sögulegum og nútímalegum byggingum. Helstu kennileiti meðal annars  eru Glasgow Cathedral, University of Glasgow og Glasgow school of Art.   
Á heildina litið er Glasgow frábær borg heim að sækja, vinalegt andrúmsloft og fjölbreytt úrval afþreyingu svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi.