Spánn
, Benidorm

Sol Pelicanos Ocas

Yfirlit
Sol Pelicanos er gott 3 stjörnu hótel á Benidorm sem hentar vel fyrir fjölskyldur. 
Aðeins eru um 300 metrar á Levante ströndina frá hótelinu. Garður hótelsins er stór með 5 sundlaugum þar af eru 2 barnasundlaugar og leiksvæði fyrir börnin. 
Fjölbreytt afþreying og skemmtun er fyrir börn í krakkaklúbbnum Katmandu á daginn og á kvöldin er skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og 2 barir, á sumrin eru einnig 2 barir við sundlaugina.  
 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru einbýli, tvíbýli og fjölskyldu herbergi. Öll herbergi hafa minibar, sjónvarp, þráðlaust net og loftkælingu/hitun eftir árstíð. Í flestum herbergjum eru svalir.

Þetta er góð 3 stjörnu gisting sem hentar vel fyrir barnafjölskyldur þar sem mikil afþreying er í boði fyrir börnin.Frá flugvellinum í Alicante er um 50 km á Sol Pelicanos.
 

Bóka