Spánn
, Costa Daurada
, Salou

Sol Costa Daurada

Yfirlit

Hotel Sol Costa Daurada er 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 700 metrum frá Port Aventura skemmtigarðinum. Niður í miðbæ Salou og að strönd eru 1300 metrar. Í garði hótelsins er sundlaug, barnalaug, leiktæki fyrir börnin, sundlaugabar með setuaðstöðu. Á daginn er ýmis afþreying í boði á hótelinu og krakkaklúbbur fyrir börnin. Á kvöldin er mini disko og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Staðsetning

Hótellýsing

Veitingastaður  hótelsins býður upp á hlaðborð með úrval af Miðjarðarhafsréttum. Á hótelinu er einnig bar sem er í enskum stíl. Heilsulind með innilaug, nuddpott, sauna og líkamsræktaraðstað.  

Öll herbergi eru með loftkælingu, svölum sjónvarpi, síma, skrifborði og stól. Greitt er aukalega fyrir afnot af öryggishólfi og minibar.  Baðherbergi ýmist með sturtu eða baðkari, hárþurrka og snyrtivörur.  
Herbergin eru 24 fm og hýsa mest 2 fullorðna og 2 börn. Í herberginu er Tvíbreytt rúm og svo aukarúm/svefnsófi sem er 1.35 metrar og þar sofa 2 einstaklingar.  
Bóka