Spánn
, Benidorm

Poseidon Resort

Yfirlit
Poseidon Resort hótelið er 3 stjörnu hótel á Benidorm sem hentar vel fyrir fjölskyldur. 
Um það bil 5 mínútna ganga er í næsta súpermarkað og aðeins 350 metrar eru á Levante ströndina frá hótelinu. Garður hótelsins er stór með 3 sundlaugum og er ein af þeim með vatnsrennibraut og skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin.
Yfir sumartímann er krakkaklúbbur alla daga með fjölbreyttri afþreyingu og skemmtun fyrir krakka á aldrinum 4-17 ára sem er skipt upp í hópa eftir aldri. Kvöldskemmtun er í boði fyrir þá sem eldri eru.
Yfir vetrartímann er kvöldskemmtun fyrir fullorðna.
 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu eru 2 hlaðborðsveitingastaðir í sitthvorri byggingunni og 2 barir. 
Herbergin hafa öll svalir, öryggishólf (gegn gjaldi), lítinn ísskáp, sjónvarp, síma, þráðlaust net og loftkælingu/hitun eftir árstíð. Herbergin eru fyrir allt að 4 gesti í hverju herbergi.
Þetta er góð 3 stjörnu gisting miðsvæðis sem hentar vel bæði fyrir fjölskyldur og pör. 
Frá flugvellinum í Alicante er um það bil 50 km á Poseidon Resort.
 
Bóka