Portugal
, Tenerife

Parque de las Americas

Yfirlit
Parque de las Americas er góð 3 stjörnu íbúðagisting staðsett mitt á milli Amerísku strandarinna og Costa Adeje. Garður hótelsins er lítill og þar er lítil sundlaug, bar og veitingastaður. Í boði eru íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru snyrtilegar og vel útbúnar með eldhúskrók þar sem er ísskápur, örbylgjuofn, lítið helluborð, ristavél og borðbúnað. Allar íbúðirnar eru með svölum eða verönd. Ekki er loftkæling í þessum íbúðum. ATH þessi gisting hentar ekki vel þeim sem eiga erfitt með gang. Það er ekki lyfta á þessu hóteli og það getur verðið töluverður tröppugangur að komast í sumar íbúðir.   

Staðsetning

Bóka