Othels Villa Romana er 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 300 metrum frá Port Aventura skemmtigarðinum og örstutt frá miðbæ Salou. Í garði hótelsins eru sundlaug, barnalaug, tvær vatnsrennibrautir, splass- vatnaleiksvæði fyrir börnin, leiktæki og bar. Barnaklúbbur er á hótelinu og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Heilsulind er á hótelinu með innilaug, nuddpotti, sauna og hvíldaraðstöðu. Á veitingastað hótelsins er boðið upp á hlaðborð. Lítill supermarkaður er á hótelinu þar sem helstu nauðsynjar fást. Herbergin eru snyrtileg og hýsa mest 2 fullorðna og 2 börn. Í herbergi eru tvö rúm og svefnsófi þar sem að tveir einstaklingar sofa. Herbergin eru frekar lítil með loftkælingu, svölum, síma, sjónvarpi og öryggishólfi.