Jury´s Inn Brighton Waterfront er mjög góð 4 stjörnu gisting frábærlega staðsett í Brighton. Örstutt er í Lanes hverfið þar sem fjöldi verslana og veitingastaða er að finna.
Myndasafn
Bóka
Leita að gistingu
Staðsetning
Hótellýsing
Stór og flottur bar er í gestamóttöku þar sem hægt er að fá létta rétti, drykk og horfa á sjónvarp. Á hótelinu er innisundlaug og líkamsræktaraðstaða.
Herbergin eru rúmgóð og falleg innréttuð. Öll herbergin eru með sjónvarpi, síma, neti, kaffivél og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.