Hópferð Arsenal - Nottingham Forerst 12.-15. september. 5 sæti laus!

Frá156.900 ISK
Yfirlit
Hópferð á Arsenal – Nottingham Forest 12-15 september 2025
Helgina 12-15. september ætla Tango Travel og Arsenal-klúbburinn á Íslandi að fara í ferð til London á leik Arsenal og Nottingham Forest á Emirates Stadium.Það er takmarkaður fjöldi sæta í boði. Athugið að þessi ferð er aðeins fyrir félagsmenn í klúbbnum.
Verðið er á ferðinni er 156.900 á mann miðað við tvo saman í herbergi fyrir félagsmenn.
Innifalið í pakkanum er flug með Play til London, 20 kg taska, rúta til og frá flugvelli, gisting í 3 nætur Maldron Hotel Finsbury Park, morgunverður, miði á leikinn og íslensk fararstjórn. Miðar á leikinn: Standard admission
 
Maldron Finnsbury Park hótelið er mjög góð gisting sem er staðsett í 15 mínútna göngufjarlægð frá Emirates Stadium. Hér gista Arsenal aðdáendur og mikil stemming er á hótelinu fyrir og eftir leiki.  Það kostar 40.000 krónur aukalega að vera í einstaklingsherbergi og senda þarf póst á tango@tango.travel til að bóka það. 
 

Staðsetning

Frá 156.900 ISK
Skoða flug og hótel