Spánn
, Costa Daurada
, Salou

Dorada Palace

Yfirlit

Dorada Palace er 4 stjörnu hótel vel staðsett í miðbæ Salou og 1 km frá ströndinni. Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar, barnalaug, leiktæki fyrir börnin, sólbekkir og sundlaugabar. Á þaki hótelsins er svæði sem er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Þar er sólbaðsaðstaða, nuddpottur og líkamsræktaraðstaða. Á daginn er ýmis afþreying í boði og krakkaklúbbur. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.  

Staðsetning

Hótellýsing

Veitingastaður er á hótelinu sem framreiðir fjölbreytta rétti. Einnig er kaffitería í gestamóttöku þar sem hægt er að fá drykki og létta rétti. Í boði er að bóka gistingu með morgunverð, hálfu fæði eða fullu fæði. Í boði eru herbergi og íbúðir. Herbergin geta hýst mest 2 fullorðna og 2 börn eða 3 fullorðna og 1 barn. Í þessum herbergjum er eitt tvíbreytt rúm 1.60 m eða tvö 90 cm rúm og svefnsófi þar sem að tveir sofa. Þetta eru einföld og frekar lítil herbergi. Á þessum herbergjum loftkæling, sími, sjónvarp, skrifborð og stóll, net og minibar. Greitt er aukalega fyrir öryggishólf. Á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta, hárþurrka og snyrtivörur.  
 
Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og hýsa mest 4 fullorðna. Í svefnherbergi er tvíbreytt rúm 1.60 m eða tvö 90 cm rúm. Í stofu er svefnsófi þar sem að tveir einstaklingar sofa. Í íbúðunum er loftkæling, sími, sjónvarp, skrifborð og stóll, net og minibar. Greitt er aukalega fyrir öryggishólf. Borðstofuborð og eldhúskrókur með helluborði, örbylgjuofni, ísskáp og borðbúnaði. Á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta, hárþurrka og snyrtivörur. 
 
 
Bóka