Krít
, Stalos

Cretan Dream Resort & Spa

Yfirlit
Cretan Dream Resort & Spa er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Lítill supermarkaður með helstu nauðsynjavörur er á hótelinu og aðeins er um 100 metrar á Kato Stalos ströndina. Garður hótelsins er fallegur með sundlaug og barnalaug ásamt góðri sólbaðsaðstöðu og leiksvæði fyrir börn. Ýmis afþreying er á hótelinu, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi), leikherbergi fyrir börn og kvöldskemmtun. Falleg gönguleið er meðfram ströndinni að miðbæ Kato Stalos þar sem er að finna marga veitingastaði, verslanir og bari.  

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og a la carte veitingastaður, bar og sundlaugarbar.

Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og stúdíó íbúðir. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd, lítinn eldhúskrók, borðbúnað, lítinn ísskáp, kaffivél, sjónvarp, síma, loftkælingu, þráðlaust net og öryggishólf.

Þetta er góð 4 stjörnu gisting við hina fallegu Kato Stalos strönd í aðeins  6 km fjarlægð frá bænum Chania.

Frá flugvellinum í Chania er um 20 km á Cretan Dream Resort & Spa.


Bóka