Spánn
, Kanarí

Aparthotel Green Field

Yfirlit
Hotel Green Field er gott 3 stjörnu íbúðahótel á ensku ströndinni sem hentar vel fyrir pör. 
Um 3 mínútna gangur er í næsta supermarkað og 400 metrar á ströndina. 
Garður hótelsins hefur ágæta sólbaðsaðstöðu bæði í garðinum og á þaki hótelsins, 1 stór sundlaug og lítil barnalaug. Ýmis afþreying er í boði á daginn á hótelinu, vatnaleikfimi, bingó og fleira samkvæmt stundaskrá hótelsins, líkamsrækt, snyrtistofa (gegn gjaldi), píla og borðtennis. Skemmtidagskrá er á kvöldin.  
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og sundlaugarbar.
 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og sundlaugarbar.
Í boði eru stúdíó íbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi. Íbúðirnar eru allar með svölum eða verönd. Lítill eldhúskrókur, borðbúnaður, lítill ísskápur, hárþurrka, sjónvarp, sími, þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er vel staðsett 3 stjörnu íbúðagisting þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna í næsta nágrenni, veitingastaði, bari og verslanir. 
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 30 km á Hotel Green Field.
 
Bóka